Wednesday, November 4, 2009

Lægra raforkuverð til grænmetisræktar


Nú um stundir eru heitar umræður um rafmagnsverð til grænmetisframleiðslu. Í þessu máli eins og reyndar fjandi mörgum öðrum virðast vera tvær meginfylkingar: Ríkisstjórnin annars vegar og svo við hin öll. Og þó, það hefur svo komið í ljós að innan ríkisstjórnar virðist ekki alger einhugur ótrúlegt en satt, þá er Jón Bjarnason með sérskoðun.

Nú bregður hins vegar svo við að ég er sammála Jóni. Auðvitað á að lækka rafmagnsverð til garðyrkjubænda, a.m.k. til jafns við aðra stórnotendur. Svo á að sjálfsögðu að fylgja því mjög náið eftir að verðlækkun verði ekki öll eftir hjá bændunum, ég vil fá almennilega lækkun sem komi þá einnig fram í verðlagi grænmetis. Það kæmi okkur neytendum til góða og hefði svo aftur þau áhrif að vísitala neysluverðs lækkaði og þar með lánin okkar. Þetta er semsagt einfalt mál sem skilar almenningi tvöföldum ávinningi.

Mér finnst þetta borðleggjandi.